20.5.2011
Meiri vellíðan - betra jafnvægi
Eins og flestir vita þá er það heilmikið átak að breyta rótgrónum neysluvenjum. Ég hef komið inn á það áður í blogginu að ég hef svo lengi sem ég man eftir mér verið mikið fyrir sætindi og jafnvel sleppt mat ef eitthvað sætt freistar mín. Þrátt fyrir þessa sykurþörf og tilheyrandi kolvetnaát hef ég komist upp með að fitna lítið í gegnum tíðina og því leyft mér sitthvað í þessum efnum. En auðvitað kemur það einhvers staðar fram þegar neytt er slæmra kolvetna í óhófi. Ég hef lengi verið illa nærð, sífellt þreytt og orkulaus, með of háan blóðþrýsting, mjög þurra og viðkvæma húð og of hátt fituhlutfall þrátt fyrir að virðast þokkalega vel á mig komin. Það var því löngu kominn tími til að taka mataræðið í gegn og var því kærkomið tækifæri að fá að taka þátt í þessu átaki.
En hefur eitthvað af ofangreindu breyst á þessum þremur vikum sem liðnar er síðan átakið hófst? Já, ég held að mér sé alveg óhætt að segja að ég merki ýmsar jákvæðar breytingar. Húðin sýnir batamerki og er ekki eins þurr og áður, meltingin er glimrandi góð, orkan eykst hægt og bítandi og þó svo ég hafi einungis misst 1,5 kg. þá hef ég "runnið" þannig að ég kemst án harmkvæla í gallabuxurnar mínar sem legið hafa óhreyfðar í talsverðan tíma inni í skáp - mér til mikillar gleði.
.... ekki má gleyma skapinu ... mér finnst ég vera í betra jafnvægi núna en ég hef lengi verið, ég er sáttari við sjálfa mig og finnst ég vera á réttri leið. Það er ekki svo lítið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.